[et_pb_section fb_built=“1″ admin_label=“section“ _builder_version=“4.16″ global_colors_info=“{}“ theme_builder_area=“post_content“][et_pb_row admin_label=“row“ _builder_version=“4.16″ background_size=“initial“ background_position=“top_left“ background_repeat=“repeat“ global_colors_info=“{}“ theme_builder_area=“post_content“][et_pb_column type=“4_4″ _builder_version=“4.16″ custom_padding=“|||“ global_colors_info=“{}“ custom_padding__hover=“|||“ theme_builder_area=“post_content“][et_pb_text _builder_version=“4.19.1″ _module_preset=“default“ global_colors_info=“{}“ theme_builder_area=“post_content“]
Þann 3-6. nóvember lögðu formaður og gjaldkeri Bjórmenningarfélags Íslands land undir fót og héldu til Dublin. Tilgangurinn var að sækja um inngöngu í EBCU (European Beer Consumers Union), eða Evrópsku Bjór neytenda Samtökin. Beoir, Írsku bjór samtökin héldu ráðstefnuna í ár og voru fundarhöldin hin glæsilegastu! Við viljum nota tækifærið og þakka Beoir fyrir frábærar móttökur!
[/et_pb_text][et_pb_image src=“https://bjormenning.is
/wp-content/uploads/2022/11/EBCU-blue.png“ title_text=“EBCU-blue“ _builder_version=“4.19.1″ _module_preset=“default“ global_colors_info=“{}“ theme_builder_area=“post_content“][/et_pb_image][et_pb_text _builder_version=“4.19.1″ _module_preset=“default“ global_colors_info=“{}“ theme_builder_area=“post_content“]
EBCU eru regnhlífasamtök fyrir bjórmenningarfélög innan Evrópu. Innan EBCU eru 18 bjórmenningar félög og telja meðlimir um 200 þúsund talsins. Eitt af megin markmiðum EBCU er að gæta þess að ekki halli á bjórneytandann, viðhalda góðri bjórmenningu og margt fleira. Sem dæmi þá eru þau að vinna að því að láta bæta merkingar á bjór, s.s. innihaldslýsingar og upprunavottun. EBCU er einnig að skilgreina bjórstíla og hefur farið mikil vinna fram þar, enda tími til kominn að Evrópa fari að láta sig um málið varða þar sem Bandaríkin hafa einna helst verið í forystu að skilgreina bjórstílana, stíla sem eiga að mestu uppruna sinn að rekja til Evrópu. EBCU er nú að vinna að því að verða skráð samtök í Brussel sem munu gefa þeim enn meira vægi í bjórheiminum. Þessi samtök eru því ótrúlega mikilvæg og öflug, það er því mikið að sækja þar á bæ fyrir Bjórmenningarfélag Íslands.
Á fimmtudeginum 3 nóvember, var óformlegur hittingur á krá í Dublin (The Beer Temple, mælum hiklaust með þeim) þar sem að við fengum tækifæri til að hitta aðra fulltrúa bjórfélagana í afslöppuðu umhverfi og aðeins að kynna okkur og hvað okkar félag stendur fyrir, sem og auðvitað að byggja upp góð sambönd við önnur félög.
[/et_pb_text][et_pb_image src=“https://bjormenning.is
/wp-content/uploads/2022/11/beer-temple-01.jpg“ title_text=“beer-temple-01″ admin_label=“Beer Temple“ _builder_version=“4.19.0″ _module_preset=“default“ global_colors_info=“{}“ theme_builder_area=“post_content“][/et_pb_image][et_pb_text admin_label=“Föstudagur“ _builder_version=“4.19.0″ _module_preset=“default“ global_colors_info=“{}“ theme_builder_area=“post_content“]
Á föstudagsmorguninn byrjuðu svo formleg fundarhöld í húsnæði Rascal brewing. Margt var rætt en hér er það helsta. Eftir að það hafði verið farið yfir nokkur formsatriði og fjárhafsmál samtakana, þá fengum við loks að kynna okkur til leiks.
Fékk þá formaður félagsins (Valberg) að halda formlega kynningu og ætlum við að leyfa okkur að halda að það hafi farið svo glimrandi vel þó við segjum sjálfir frá að við fengum einróma samþykki í atkvæðagreiðslu um inngöngu eftir það, þökkum meðlimum EBCU kærlega fyrir stuðninginn.
Síðan var kosið um sæti meðstjórnanda, ritara og formanns í EBCU. Norrænar þjóðir voru sigursælar og nýji formaðurinn er Finnskur, André Brunnsberg og meðstjórnandinn danskur, Hans Peter Jepsen. Aðrir meðlimir stjórnar eru, Rianne Joosse (PINT), Claus-Christian Carbon (GBCU) og Chris Welsh (CAMRA).
Eftir velheppnaðan fund, þá var ferðinni heitið á efri hæð Rascal Brewing þar sem við fengum kynningu um brugghúsið og smakk á bjórunum þeirra. Ferðinni var svo því næst heitið í Urban Brewing sem er hýst gömlu neðanjarðar vöruhúsi, hreint út stórskemmtileg upplifun.
[/et_pb_text][et_pb_gallery gallery_ids=“597,596,595,594,611,610,609,608,607,606,614,613,612″ show_title_and_caption=“off“ _builder_version=“4.19.0″ _module_preset=“default“ global_colors_info=“{}“ theme_builder_area=“post_content“][/et_pb_gallery][et_pb_text admin_label=“Laugardagur“ _builder_version=“4.19.0″ _module_preset=“default“ global_colors_info=“{}“ theme_builder_area=“post_content“]
Á laugardeginum var farið í höfuðstöðvar Guinnes ( https://www.guinness.com/en ) og fengum við að í Toucan fundarherberginu þar sem var fundað um framtíð félagsins, hvað væri að gerast og hverju þyrfti að breyta. Ein af stóru áherslunum er vinna í Brussel til að hafa áhrif á stefnu Evrópusambandsins í bjórmálefnum og reglum þar um. Seinna um daginn fengum við leiðsögn um sögulega hluta Guinnes brugghússins, um svæði sem að ferðamenn fara sjaldan um.
[/et_pb_text][et_pb_gallery gallery_ids=“603,604,602,601,600,599,598,615,605″ show_title_and_caption=“off“ _builder_version=“4.19.0″ _module_preset=“default“ global_colors_info=“{}“ theme_builder_area=“post_content“][/et_pb_gallery][et_pb_text _builder_version=“4.19.0″ _module_preset=“default“ global_colors_info=“{}“ theme_builder_area=“post_content“]
Að sjálfsögðu er það mikilvægasta við þetta allt saman að við fengum inngöngu í samtökin og höfum atkvæðisrétt í málefnum þess. Þetta er ein af fáum aðferðum sem við höfum til að hafa áhrif á sam-evrópska stefnu í bjórmálum. Við erum komin í samband við önnur félög víðsvegar um Evrópu og getum nýtt okkur þekkingu þeirra til að halda áfram farsælu starfi. Stórt hrós fer til Danska Bjómenningarfélagsins ( https://ale.dk/ ) sem hvöttu okkur og studdu alla leið.
[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]