Starfs- og siðareglur

Grunn-, Starfs- og siðareglur Bjórmenningarfélags Íslands

Grunnreglur

Starfs- og siðareglur

Reglur um Deildir

Reglur um formannskjör

Grunnreglur Bjórmenningarfélags Íslands

1. Félagið

Félagið heitir Bjórmenningarfélag Íslands.

Bjórmenningarfélag Íslands er óháð neytenda og áhugamannafélag á landsvísu um bjór og menningu tengt bjór.

Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Félagssvæði þess er allt landið.

Félagar eru þau sem hafa náð löglegum aldri til neyslu á áfengi, hafa greitt félagsgjöld og

samþykkja reglur félagsins.

2. Tilgangur Félagsins

Tilgangur félagsins er að halda utan um hagsmuni íslensks bjór áhugafólks/neytenda, hvort sem það

er innanlands eða utan.

3. Markmið

Bjórmenningarfélag Íslands mun leggja sig fram við að efla íslenska bjór menningu jafnt sem íslenska bjórframleiðslu. Til að ná þessum markmiðum, þá mun Bjórmenningarfélag Íslands;

Gæta að því að bjór verði ekki bannaður aftur í íslensku samfélagi.

Aðstoða og kynna íslenska handverks bjór framleiðslu innanlands sem utan.

Berjast fyrir betra úrvali, að verðlagið og/eða skattar séu neytandanum í hag.

Kynna og stuðla að umræðu um íslenskan bjór og menningu tengt því.

Leitast eftir samstarfi með öðrum bjór áhugamanna samtökum, innlendum sem erlendum, með það að markmiði að tengjast og efla íslenska bjór menningu.

Stuðla að þekkingu og varðveislu á íslenskri bjór sögu.

Stuðla að betri og hófsamari bjór menningu með menntun og kynningum.

Passa upp á að bjór framleiðendur og innflytjendur bjórs hafi ávallt hag neytenda í fyrirrúmi.

Stuðla að betri þekkingu og bjór menningu á börum, skemmtistöðum, veitingahúsum, gististöðum og hvar svo íslensk bjórmenning kemur við.

Taka þátt í pólitískri umræðu sem hefur með íslenskan bjór og bjór menningu að gera með það fyrir sjónum að efla hag íslenska bjór neytandans.

Kynna íslenska bjór menningu í gegnum hátíðir, samkomur, fyrirlestra, kynningarefni, halda úti vefsíðu, spjallhópum og s.frv sem eykur áhuga félagsmanna sem og íslenskra neytenda á málefninu.

Stuðla að ábyrgri neyslu áfengis, að það sé ávallt betra að neyta í hófi og að gæðin séu ávallt í fyrirrúmi fremur en magn. Bjórmenningarfélag Íslands mun einnig upplýsa neytendur um skaðsemi óhóflegrar neyslu.

4. Félagsfundir

Fundir eru a.m.k einu sinni í mánuði. Fundir eru aðeins opnir meðlimum félagsins nema annað sé tekið fram.

5. Aðalfundur

Aðalfundur fer með æðsta vald í félaginu. Aðalfundur skal boðaður eigi síðar en 1 mars með a.m.k tveggja vikna sannalegum hætti. Aðeins meðlimir mega sækja aðalfundinn.

Allir meðlimir Bjórmenningarfélags Íslands eiga rétt til setu á aðalfundinum og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Atkvæðisréttur og kjörgengi miðast við lögbundinn áfengisaldur.

– Verkefni aðalfundar skulu vera þessi:

– Skýrsla stjórnar, borin upp til umræðu og staðfestingar.

– Reikningar lagðir fram til umræðu og til staðfestingar.

– Lagabreytingar og aðrar tillögur.

– Kosið í stjórn

– Kosning skoðunarmanna reikninga, nefnda og í aðrar trúnaðarstöður.

– Önnur mál.

6. Stjórnin

Stjórnin er æðsta ráð og jafnframt framkvæmdastjórn félagsins. Í henni sitja 5 félagsmenn, kjörnir á aðalfundi, og skulu þeir skipta með sér embættum. Embættin eru formaður, gjaldkeri, ritari og tveir (2) meðstjórnendur.

7. Reikningsár

Reikningsár Bjórmenningarfélag Íslands er almannaksár.

8. grein

Lög þessi eru grunnlög Bjórmenningarfélag Íslands og verður þeim aðeins breytt með auknum meirihluta greiddra atkvæða á lögmætum aðalfundi að undangenginni kynningu. Nánari reglur félagsins er að finna í starfs- og siðareglum félagsins. Þeim verður aðeins breytt með meirihluta atkvæða á aðalfundi.

9. grein

Slíta má félaginu með auknum meirihluta atkvæða, eða 75%, á tveimur reglulegum aðalfundum að undangenginni tillögu þess efnis. Eignir félagsins renna til líknarfélags sem kosið verður um á seinni aðalfundi ef seinni kosning fer á þann veg að félaginu verði slitið formlega.

Starfs- og Siðareglur Bjórmenningarfélags Íslands

Grein 1.1

Bjórmenningarfélag Íslands er nafn á menningar- og hagsmunasamtökum sem heldur utan um bjórmenningu og neytendamál tengt bjór á Íslandi.

Grein 1.2.

Bjórmenningarfélag Íslands byggir á fræðslu, menningu og félagsskapi jafningja, í því felst umburðarlyndi, heiðarleiki og drengskaps á milli allra meðlima félagsins. Njóta skal bjórs í hófi og aldrei skal skála í tómu glasi.

Grein 1.3

Öllum er heimilt að ganga í Bjórmenningarfélag Íslands svo langt sem tilgreindum aldri hefur verið náð, sem er lögboðinn áfengis aldur samkvæmt landslögum. Skráning í félagið fer fram á https://bjormenning.is.

Grein 2.1

Félagar í Bjórmenningarfélagi Íslands sameinast um að;

Gæta að því að bjór verði ekki bannaður aftur í íslensku samfélagi.

Aðstoða og kynna íslenska handverks bjór framleiðslu innanlands sem utan.

Berjast fyrir betra úrvali, að verlagið og/eða skattar séu neytandanum í hag.

Kynna og stuðla að umræðu um íslenskan bjór og menningu tengt því.

Leitast eftir samstarfi með öðrum bjór áhugamanna samtökum, innlendum sem erlendum, með það að markmiði að tengjast og efla íslenska bjór menningu.

Stuðla að þekkingu og varðveislu á íslenskri bjór sögu.

Stuðla að betri og hófsamari bjór menningu með menntun og kynningum.

Passa upp á að bjór framleiðendur og innflytjendur bjórs hafi ávallt hag neytenda í fyrirrúmi.

Stuðla að betri þekkingu og bjór menningu á börum, skemmtistöðum, veitingahúsum, gististöðum og hvar svo íslensk bjórmenning kemur við.

Taka þátt í pólitískri umræðu sem hefur með íslenskan bjór og bjór menningu að gera með það fyrir sjónum að efla hag íslenska bjór neytandans.

Kynna íslenska bjór menningu í gegnum hátíðir, samkomur, fyrirlestra, kynningarefni, halda úti vefsíðu, spjallhópum og s.frv sem eykur áhuga félagsmanna sem og íslenskra neytenda á málefninu.

Stuðla að ábyrgri neyslu áfengis, að það sé ávallt betra að neyta í hófi og að gæðin séu ávallt í fyrirrúmi fremur en magn. Bjórmenningarfélag Íslands mun einnig upplýsa neytendur um skaðsemi óhóflegrar neyslu.

Grein 2.2

Reglulega skal halda félagsfundi til að stuðla að markmiðum félagisns. Á aðalfundi skal gefa út dagskrá ársins. Bjórmenningarráði er heimilt að boða til fleiri funda fyrir utan dagskrá ef þörf eða tækifæri koma til.

Grein 2.3

Félagsmenn stunda sitt félagsstarf samkvæmt sinni sannfæringu svo langt sem það brýtur ekki gegn lögum og reglum félagsins né landslögum.

Grein 2.4

Félagsmenn skulu gæta hlutleysis og ekki nota nafn félagsins til að hygla einum framleiðanda frekar en öðrum. .

Grein 2.5

Heimilt er að fræða aðra um Bjórmenningarfélag Íslands og bjórmenningu. Ef á að útbúa námskeið og eða skipulagða fræðslu, þá skal það unnið í samstarfi við Bjórrmenningarráð um að skipa í nefnd til að hafa umsjón með námskeiðinu og/eða skiplagðri fræðslu.

Grein 2.6

Gerist félagi brotlegur við reglur skal veita áminningu . Ef meðlimur er áminntur formlega í þrígang en ljóst þykir að meðlimur tekur ekki vinsamlegum tilmælum, þá skal vísa meðlimi úr félaginu.

Grein 2.7

Sé meðlimi vísað úr félaginu vegna siðabrota og/eða brota á reglum félagsins, þá fyrirgerir sá meðlimur öllum réttindum sem viðkomandi hefur í gegnum félagsstarfið og á ekki rétt á endurgreiðslu félagsgjalds.

Grein 2.8

Hætti félagsmaður af sjálfsdáðum, þá á viðkomandi engar heimtur á endurgreiðslu félagsgjalds né annarra greiðslna nema um slíkt hafi verið samið.

Grein 3.1

Almennar reglur um fundarsköp skulu gilda á aðalfundi Bjórmenningafélags Íslands.

Grein 3.2

Lögboðinn Aðalfundur Bjórmenningafélags íslands skal vera annað hvort 1 mars ár hvert, eða innan 2 vikna frá þeirri dagsetningu. Formanni er skylt að tilkynna nýjan aðalfund innan 2 vikna frá 1 mars ef hætt hefur verið við aðalfundinn þá, verði formaður ekki við því, skal Bjórmenningaráð koma sér saman um dagsetningu og tilkynna félagsmönnum um. Þetta á ekki við auka aðalfundi félagsins sem hér er lýst í starfsreglum félagsins. Halda skal deildafundi og gera upp árið fyrir viðkomandi deild í það minnsta 1 mánuð fyrir aðalfund Bjórmenningarfélags Íslands, sjá nánar í reglum um deildir.

Verkefni Aðalfundar Bjórmenningafélags Íslands skulu vera hið minnsta þessi:

Skýrsla bjórmenningaráðsins, nefnda / deilda og útibúa.

Endurskoðaðir reikningar félagsins sem og deilda (ef við á) lesnir og bornir upp til staðfestingar.

Umræður um skýrslu bjórmenningaráðsins, nefnda og deilda.

Kosið í bjórmenningaráðið og aðrar trúnaðarstöður.

Farið yfir tillögur um breytingar á regluverki félagsins, ef einhverjar eru og kosið um.

Önnur mál.

Grein 3.3

Til aðalfundar skal boðaður í fréttabréfi til félagsmanna minnst tveimur vikum fyrir þing og/eða innan þeirra félagsmiðla sem nær til allra félagsmanna. Aðalafundur skal haldin á þeim stað sem Bjórmenningaráð ákveður hverju sinni. Aðalfundur er aðeins lögmætt að löglega sé til þess boðað.

Grein 3.4

Endurskoðaðir reikningar félagsins skulu liggja fyrir minnst viku fyrir aðalfund.

Grein 3.5

Leita skal eftir samþykki aðalfundar fyrir öllum meiri háttar framkvæmdum og fjárfestingum sem félagið ræðst í. Fyrirhuguð verkefni skulu rækilega kynnt ásamt fjárhagsáætlun á fundinum.

Grein 3.6

Kosning í stjórn eftir tilnefningu fundarmanna skal vera skrifleg og óbundin. Formaður og Gjaldkeri eru kosnir 2 ár í senn. Formaður og gjaldkeri eru aldrei kosnir á sama tíma, skal annað hvort kosið til formanns eða gjaldkera á aðalfundi nema annar hvor hafi sagt af sér og/eða verið gert að segja af sér.

Ritari og Meðstjórnendur skal kjósa til eins árs í senn. Ef aðrar trúnaðarstöður sé farið eftir tilnefningu fundarmanna og skal kosning vera skrifleg og óbundin sé þess óskað.

Grein 3.7

Skylt er að boða til auka aðalfundar sé þess krafist af minnst 2/3 hluta félagsmanna.

Grein 3.8

Meðlimagjöld eru ákveðin á aðalfundi.

Grein 4.1

Framkvæmdastjórn félagsins nefnist Bjórmenningarráð og er æðsta ráð félagsins. Bjórmenningaráð starfar í umboði aðalfundarins. það hefur umsjón með framkvæmdum og rekstri félagsins. Stjórnarmeðlimir Bjórmenningarráðsins fara með eftirfarandi hlutverk:

Formaður er æðsti embættismaður Bjórmenningarfélags Íslands. Formaður byrjar alla opinbera félagsfundi og aðra fundi sem haldnir eru í nafni félagsins, eða næst ráðandi í forföllum hans. Formaður vinnur öll opinber embættisverk sem honum eru falin lögum samkvæmt, svo sem fylgjast með félaginu í heild og stjórnar fundum. Formaður tekur að sér starf sáttamanns sé þess óskað.

Ritari heldur utan um öll skjöl félagsins, gagnasöfnun, sögu félagsins, skrá niður fundarsköp, halda utan um regluverk félagsins, verkefnalista og allt annað sem gæti fallið undir starf ritara.

Gjaldkeri skal halda utan um fjármál félagsins, samþykkja fjárútlát ásamt formanni og innheimta félagsgjöld. Fara yfir skýrslur deilda, bera undir Bjórmenningarráðið og samþykkja ef allt er eins og á að vera. Gjaldkeri getur tekið við formanns hlutverki ef formaður segir af sér, eða er látinn hætta.

Meðstjórnendur skulu leysa af formann, ritara og/eða gjaldkera ef um forföll eru að ræða, sem og taka þátt í að leysa tilfallandi verk innan Bjórmenningarráðsins.

Ef stjórnarmeðlimur er á stað sem hefur deild og hefur tök á, þá er æskilegt að viðkomandi tilkynni veru sína til viðkomandi deildar, skipuleggi hitting með meðlimum deildar og/eða taki þátt í fundi félagsins. Skal stjórnarmeðlimur kynna sér starf deildarinnar og kynna félagsstarfið fyrir Bjórmenningarráðinu á næsta fundi ráðsins

Grein 4.2

Formaður leiðbeinir um félagsmál og siðareglur / starfsreglur komi fram beiðni þar um en ekki hefur hann úrskurðarvald í þeim efnum, aðeins Bjórmenningarráðið hefur úrskurðunarvald hvað það varðar.

Grein 4.3

Formaður er opinber talsmaður Bjórmenningarfélags Íslands um félagsmál og bjórmenningu. Staða hans er virðingarstaða og skal hann ávallt gæta þess að halda sig utan við deilumál og þrætur sem ekki eru samboðnar virðingu hans, jafnt innan félagsins sem utan þess.

Grein 4.4

Gerist einhver stjórnarmeðlimur bjórmenningarráðs sek/ur um alvarleg embættisglöp eða gróft brot á lögum og reglum félagsins og/eða landslögum geta meirihluti Bjórmenningarráðs vikið viðkomandi stjórnarmeðlimi úr starfi, skal þá meðstjórnandi taka stöðu þess sem vísað var úr stjórn.

Ef einhverjar deildir eru til á landsvísu, þá skal leita til þeirra og bjóða einum framkvæmdastjóra þá stöðu sem þarf að fylla í Bjórmenningaráðinu þar til haldinn verður næsti aðalfundur. Ef einhver framkvæmdastjóri deilda tekur boði um Formannsstöðu, þá skal viðkomandi deild velja annan framkvæmdastjóra.

Ef enginn finnst til að ganga í stöðuna, þá skal Bjórmenningarráðið aðeins sinna neyðar málum þar til búið er að fullmanna stjórnina, skal þá Bjórmenningarráðið án tafar boða til neyðar aðalfundar innan tveggja vikna frá atviki þar sem nýr stjórnarmeðlimur er kosinn.

Grein 4.5

Hætti einhver í Bjórmenningaráðinu störfum á kjörtímabilinu eða forfallist af einhverjum sökum skal meðstjórnandi taka sæti hans og þar til staðan verður fyllt annað hvort með boði til einna af framkvæmdastjórum deilda, eða boða eins fljótt og unnt er til aðalfundar. Ef stjórnin er ekki full mönnuð, skal stjórnin einungis sinna neyðar tilfellum.

Grein 4.6

Fari svo að atkvæði falli jafnt einhverra hluta vegna, skal atkvæði formanns gilda tvöfalt.

Grein 5.1

Bjórmenningaráð taka ákvarðanir um öll meiriháttar fjárútlát og stefnumarkandi málefni á milli aðalfunda.

Grein 5.2

Bjórmenningaráð koma saman í það minnsta þrisvar á ári, hið minnsta þrisvar sinnum á ári. Félagsmönnum er heimilt að sitja Bjórmenningaráðsfundi. Ekki þarf að auglýsa Bjórmenningaráðsfundi, félagsmenn geta þó óskað eftir upplýsingum um hvenær fundir eru haldnir.

Grein 5.3

Bjórmenningarráð getur gefið heiðurssæti innan stjórnar sem hafa rödd og tillögurétt innan stjórnar en slík sæti eru ætluð áhrifavöldum innan bjórmenningar á Íslandi og/eða meðlimum sem gegna mikilvægum hlutverkum eins og t.d tilheyra sendinefnd Bjórmenningarfélagi Íslands gagnvart EBCU og s.frv. Bjórmenningaráð Íslands fer með yfirumsjón um þau réttindi sem viðkomandi aðilar njóta hverju sinni innan Bjórmenningarráðsins t.d hvort þau fái aðgang að lokuðum spjallrásum Bjórmenningarráðs og s.frv.

Grein 6.1

Lögum félagsins verður aðeins breytt á lögmætum aðalfundi og þarf 2/3 greiddra atkvæða fundarmanna til þess að breytingin sé lögmæt. Breytingatillögur þurfa einnig að hafa verið kynntar rækilega í fundarboði. Tillögur um breytingar á lögunum ásamt greinargerð skulu hafa borist Formanni eða Bjórmenningaráðinu eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund. Undantekning má þó gera á þessu og hægt er að bera upp breytingar á lögum á aðalfundi sem ekki hafa verið kynntar fyrir aðal fundinn ef 2/3 gefa leyfi fyrir því.

Grein 6.2

Reglur Bjórmenningafélag Íslands eru nánari útfærsla og skilgreining á grunnlögum félagsins. Þeim verður aðeins breytt á lögmætum aðalfundi enda skulu breytingatillögur hafa borist Bjórmenningaráðinu eigi síðar en þremur vikum fyrir fund svo hægt sé að kynna þær í fundarboði. Reglum verður aðeins breytt með meirihluta samþykkt fundarmanna. Breytingar á reglum um kjör formanns eru háðar sömu skilmálum. Undantekning má þó gera á þessu og hægt er að bera upp breytingar á lögum á aðalfundi sem ekki hafa verið kynntar fyrir aðal fundinn ef 2/3 gefa leyfi fyrir því.

Reglur um deildir innan Bjórmenningarfélagsins

Grein 1.1

Heimilt er að stofna sjálfstæðar deildir utan Höfuðborgarsvæðisins. Meginn tilgangur slíkra deilda er að halda utan um meðlimi og félagsstarfs Bjórmenningarfélags Íslands sem ekki búa í höfuðborginni né nágrenni þess og hafa því ekki tök á að sækja félagsfundi þar.

Deildum ber að framfylgja stefnu félagsins eins best og kostur er á því svæði sem deildin tilheyrir sem og á landsvísu í gegnum félagið í heild sinni.

Allir meðlimir Bjórmenningarfélag Íslands hafa rétt á að sækja fundi hvar sem þeir eru á landinu, hvort sem það er á höfuðborgarsvæðinu, innan deilda eða hvar svo sem það er, nema um stjórnarfundi sé að ræða.

Gestrisni skal ávalt vera í hávegum höfð innan deilda sem utan.

Grein 1.2

Tilkynna skal til Bjórmenningarráðs um stofnun deilda og hvaða meðlimir heyri undir þá deild. Deildir skulu ávallt fylgja grunn- og starfs-/siðareglum félagsins.

Bjórmenningarráð verður að samþykkja stofnun deildar. Ef Bjórmenningarráð hafnar stofnun deildar einhverra hluta vegna, þá skal það vera rökstutt ítarlega. Hægt er að mótmæla úrskurðinum við Bjórmenningarráð, eða bera upp á aðalfundi sem tekur þá afgerandi afstöðu til málsins.

Grein 1.3

Að lágmarki 5 manns verða að skrá sig í nýja deild til að hægt sé að stofna deildina.

Grein 1.4

Kjósa verður framkvæmdastjóra deildar, ritara og gjaldkera, allar aðrar stöður innan deildar eru óformlegar og er hver og ein deild frjálst að búa til og skipa í slikar stöður, þær stöður hafa þó ekkert vald út á við innan félagsins í heild, aðeins innan deildar.

Grein 1.5

Áður en kosning fer fram um þessar 3 stöður deildar, þá verður að tilkynna Bjórmenningaráði og/eða í það minnsta Formanni félagsins sem sér þá um formlega tilkynningu til Bjórmenningarráðsins um tilnefningar með minnst viku fyrirvara. Sé þess óskað að hlutlaus aðili ótengdur deildinni verði viðstaddur á meðan kosning fer fram, þá mun einn úr Bjórmenningaráði og eða Formaður félagsins sjá um það. Skal þá viðkomandi stjórnarmeðlimur úr Bjórmenningarráðinu vera í það minnsta til staðar stafrænt (t.d Skype, Zoom og s.frv). Ef hins vegar er óskað eftir því að stjórnarmeðlimur komi á staðinn sem krefst ferðalags, skal þá deild sjá um að hýsa og fæða viðkomandi, félagið sér um kostnað vegna bíls/flugs, viðkomandi deild skal sjá um hýsingu og uppihald sé þess óskað.

Grein 1.6

Halda verður fundi eftir því sem reglur félagsins kveða á um, ef reglur félagsins kveða ekki á um neitt slíkt, þá í það minnsta einu sinni í mánuði og verður því deildin að hafa aðgang að húsnæði, hvort sem það er heima hjá meðlimi félagsins eða á einhverjum öðrum viðeigandi stað.

Grein 1.7

Deildir mega setja sér umfram siðareglur en slíkar reglur mega ekki stangast á við reglur félagsins né landslög. Deildir skulu halda í skjaldarmerki Bjórmenningfélags Íslands. Bæta má þó við skjaldamerkið til að aðgreina að um deild er að ræða og hvar deildin starfrækir sig.

Utan við regluverk og félagsstarf félagsins í heild, þá hefur deild rétt á sínum félagsmálum óháð annarri félagastarfsemi t.d fundir, hittingar, hátíðarhöld og s.frv.

Grein 1.8

Æðsta staða deildar er framkvæmdastjóri deildar en æðsta vald yfir öllum málum félagsins fer aðalfundur félagsins eða Bjórmenningarráðið þess á milli.

Grein 1.9

Við val framkvæmdastjóra deildar í embætti skal taka mið af eftirfarandi:

Að viðkomandi sé lögráða og hafi óflekkað mannorð.

Hafa fengið meirihluta atkvæði í kosningum innan deildar.

Að viðkomandi hafi skýra hugmynd um það í hverju embætti framkvæmdastjóra útibús sé fólgið, hafi góða þekkingu á bjór menningunni og tilurð bjórs.

Að viðkomandi hafi haldgóða þekkingu á lögum Bjórmenningafélags Íslands svo og lögum um frjálsa félagastarfsemi.

Gein 1.10

Framkvæmdastjóri er stjórnandi deilda og þess umdæmis sem það gegnir, og félagslegur embættismaður Bjórmenningafélag Íslands. Viðkomandi er með áheyrna og tillögurétt innan Bjórmenningarráðs. Framkvæmdastjóri tekur virkan þátt í fundum sem haldnir eru í nafni félagsins.

Framkvæmdastjóri skal taka að sér starf sáttamanns sé þess óskað.

Grein 1.11

Framkvæmdastjóri leiðbeinir um starfsemi félagsins og starfs-/siðareglur sé þess beiðst, en hefur ekki úrskurðarvald, aðeins Bjórmenningarráðið hefur úrskurðunarvald.

Komi upp ágreiningur vegna úrskurðar, skal það borið fyrir aðalfund þar sem málið er tekið fyrir og úrskurðað endanlega um.

Grein 1.12

Staða Framkvæmdastjóra er virðingarstaða og skal hann ávallt gæta þess að fjalla ekki um deilumál og þrætur í félaginu á opinberum vettvangi verði hjá því komist.

Grein 1.13

Gerist Framkvæmdastjóri sekur um alvarleg embættisglöp eða gróft brot á lögum eða reglum félagsins getur Bjórmenningarráð vikið Framkvæmdastjóra úr embætti og boðar í kjölfarið til stjórnarfundar án tafar til að fjalla um málið sem og, gefa viðkomandi tækifæri á að útskýra sitt mál. Eftir á, skal Bjórmenningarráð funda um málið einungis innan ráðsins og komast að niðurstöðu um málið áður en fundi líkur. Bjórmenningarráðið mun svo gefa sitt endanlega álit um hvort viðkomandi fái að gegna stöðunni áfram eða hvort deildin verði að kjósa um nýjan Framkvæmdastjóra og þá hvort viðkomandi verði vikið úr félaginu þyki nægjanleg ástæða til.

Grein 1.14

Félagsgjöld sem verða til innan deildar, skulu skipt jafnt á milli félagsins í heild sinni og deildar. Skal þá deildin fara eftir sömu reglum og félagið í heild sinni hvað varðar fjárútlát að því undanskildu að, deildir senda ársskýrslu sína til Bjórmenningarráðs til yfirferðar og samþykkis. Framkvæmdastjórar/gjaldkerar hverrar deildar kynna svo sína árskýrslu á aðalfundi að undangengnu samþykki Bjórmenningarráðs.

Grein 1.15

Deildir skulu gera grein fyrir sínu starfi fyrir Bjórmenningarráðinu í árlegri skýrslu sem skila þarf í það minnsta 3 vikum fyrir aðalfund félagsins. Skal skýrslan halda utan um deildarstarfið, hvað hefur verið gert til að framfylgja lögum félagsins á því félagssvæði sem deildin tilheyrir og s.frv.

Nú skilar deild ekki árskýrslunni, getur þá Bjórmenningarráðið sent áminningu um skila á skýrslu. Sé áminningin hunsuð, getur Bjórmenningarráðið fundað um atvikið og ber að leysa upp deildina opinberlega í nafni félagsins þar til farið verður að reglum félagsins.

Fari deildin ekki eftir reglum félagsins og/eða tilmælum Bjórmenningarráðs, þá hefur Bjórmenningarráð heimild til að leysa upp deildina opinberlega þar til farið verður eftir tilmælum.

Grein 1.16

Sé deild leyst upp opinberlega, þá skulu meðlimir í þeirri deild heyra almennt undir Bjórmenningarfélagið og greiða full meðlimagjöld til þess. Undantekning frá þessu er ef það er deild innan landshlutans sem vill taka að sér meðlimina með þeirra samþykki.

Grein 1.17

Deildir mega halda utan um samskiptahópa á samfélagsmiðlum en er þó skilt að bæta einum eða öllum meðlimum Bjórmenningarráðs inn í samskipta hópa svo Bjórmenningarráð geti tekið þátt í félagastarfinu og fylgst með þróun mála.

Reglur um kjör formanns

1 grein:

Sérhver félagsmaður sem náð lögboðnum áfengis aldri samkvæmt landslögum þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði til þess að geta boðið sig fram til embættis formanns:

Hafi óflekkað mannorð, vera bús síns ráðandi og lögráða.

Hafa skýra hugmynd um það í hverju embætti formanns er fólgið og að hvaða málum hann ætli að vinna í nafni embættisins.

Hafa haldgóða og fræðilega þekkingu á félaginu og hvað það stendur fyrir.

Hafa haldgóða þekkingu á lögum Bjórmenningafélagi Íslands svo og lögum um frjáls félagasamtök.

Formaður má ekki gegna stöðu framkvæmdarstjóra deildar og formannsstöðu innan félagsins á sama tíma.

Grein 2:

Félagsmenn skera úr um hæfi frambjóðanda á aðalfundi og hafa þar af leiðandi rétt til að mótmæla, spyrja frambjóðanda og/eða færa rök með eða á móti framboðinu.

Grein 3:

Meðlimum er frjálst að bjóða sig fram til formanns með því að tilkynna Bjórmenningarráðinu og/eða tilkynna framboð á aðalfundi félagsins. Ef meðlimur hefur tilkynnt til Bjórmenningarráðs um framboð, þá ber Bjórmenningarráði að kynna framboðið á aðalfundi.

Grein 4:

Sé einungis einn frambjóðandi í kjöri telst hann sjálfkjörinn uppfylli hann öll skilyrði samkvæmt 1. og 2. grein. Bjóði enginn sig fram skal, skal bjóða sitjandi formanni sjálfkrafa endurkjör eða í það minnsta, þar til nýr formaður er fundin/n.

Grein 5:

Boðaður aðalfundur kýs formann. Atkvæðisbærir eru allir félagar sem hafa náð löglegum áfengiskaupaaldri.

Grein 6:

Talning atkvæða skal þá fara fram á aðalfundinum að öllum viðstöddum frambjóðendum eða fulltrúum þeirra.

Grein 7:

Kjöri skal þegar lýst opinberlega.

Grein 8:

Hafi enginn frambjóðanda hlotið hreinan meirihluta skal þegar í stað fara fram önnur umferð milli þeirra tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði hlutu.

a. Hljóti 2 frambjóðendur jafn mörg atkvæði, skulu Bjórmenningarráð skera úr um hæfi frambjóðanda með almennu prófi um vitneskju frambjóðendanna á bjórmenningunni almennt, sem og 5 bjóra blind smakk þar sem frambjóðendur tjá sig um þá 5 bjóra og þá stíla sem bjórarnir falla undir. Bjórmenningarráð sér um nánari útfærslu á þessu prófi.

Grein 9:

Nýr formaður sver eið að embætti sínu.

Grein 10:

Kjörtímabil nýs formanns eru 2 ár í senn. Skal þá auglýst eftir framboðum og boðað til kosninga samkvæmt reglum þessum.

Reglur þessar voru samþykktar formlega á aðalfundi félagsins 01.03.2022

Twenty Twenty-Five

Designed with WordPress