Bjórmenningarfélag Íslands hélt nú bjórneytenda kosningu í fyrsta sinn um besta brugghús Íslands. Þessi verðlaun verða árlegur viðburður og hlutu nafnið Bjórglasið. Kosningar verða framvegis haldnar nokkrum mánuðum fyrir aðalfund félagsins á hverju ári. Að þessu sinni var opnað fyrir kosningar í byrjun janúar og kosið fram í enda febrúar.
Með þessu vill BMFÍ veita þeim sem fær flest atkvæði frá bjór unnendum hvatningar- og heiðursverðlaun sem við vonum að muni sýna því brugghúsi sem hlýtur verðlaunin, hvar þau standa gagnvart neytendum og hvetja þau til að halda áfram á þeirri braut sem þau eru á.
Bjór unnendur létu sig svo sannarlega ekki vanta og kaus Malbygg þetta árið sem hlaut því fyrsta Bjórglasið og viðurkenningarskjal því til staðfestingar sem BMFÍ afhenti á 5 ára afmæli Malbygg, 4 mars 2023. Við Óskum þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur!