Von bráðar mun félagið halda sinn fyrsta aðalfund og er stefnt á 1 mars næstkomandi. Á fundinum verður m.a. samþykkt regluverk sem félagið mun starfa eftir.
Fyrir þau sem ætla að taka þátt í fyrsta aðalfundinum, þá gefst þeim tækifæri til að segja sitt álit á regluverkunu, koma með breytingatillögur og s.frv. En allar viðbætur og/eða breytingar verður að skila með góðum fyrirvara fyrir aðalfundinn.
Hægt er að skoða tillöguna að regluverkunu hér, en regluverkið verður ekki formlega birt á síðunni fyrr en regluverkið verður samþykkt á aðalfundi félagsins.
Fyrir þau ykkar sem enn eigið eftir að skrá ykkur á aðalfundinn, þá er hægt að skrá sig hér. Skráningu líkur svo á miðnætti sunnudaginn 27 febrúar. Öll forföll verður að tilkynna með a.m.k viku fyrirvara þar sem félagið mun leitast eftir húsnæði til að halda aðalfundinn og er því mikilvægt að þau sem skrá sig mæti.
Við hlökkum að heyra frá þér og vonum að þú sjáir þér fært að mæta á fyrsta aðalfund félagsins!