Description
Ertu bjórvitringur, eða langar að læra meira um bjórmenninguna, þá er um að gera að gerast fullgildur meðlimur í Bjórmenningarfélagi Íslands.
Hefur þú gaman af því að smakka æðislegan bjór í góðra vina hóp og læra meira um bjórmenninguna? Þá gæti Bjórmenningarfélag Íslands verið málið!
Með því að gerast meðlimur í Bjórmenningarfélagi Íslands, þá munt þú fá aðgang að skemmtilegu og líflegu félagsstarfi í hjarta bjórmenningarinnar. Félagið heldur reglulega viðburði í hverjum mánuði þar sem við komum saman og njótum bjórs og köfum dýpra í bjórmenninguna.
Bjórmenningarfélag Íslands er svo partur af EBCU, eða European Beer Consumers’ Union. Hafir þú mikinn áhuga á að halda við líflegri bjórmenningu, þá hafa félagsmenn tækifæri á að sækja fundi EBCU víðsvegar um Evrópu þar sem þú færð tækifæri til að kynnast bjórvitringum frá ýmsum löndum og fá innsýn inn í þeirra bjórmenningu.
Félagið heldur svo úti vildarkjör síðu fyrir félagsmenn sem er sífelt að stækka, auk sérstakra kjara á viðburðum og margt fleira.
Áttu vin, maka, eða rosalega skemmtilega frænku/frænda, þá er um að gera að versla meðlimaáskrift fyrir hana/hann/hán. Þegar búið er að gerast meðlimur, þá er hægt að versla meðlimaáskrift fyrir viðkomandi á góðum afslætti.
Við bjóðum þig velkomin/n í félagið og hlökkum til að sjá þig á næsta hittingi!
Lesa MeiraErtu bjórvitringur, eða langar að læra meira um bjórmenninguna, þá er um að gera að gerast fullgildur meðlimur í Bjórmenningarfélagi Íslands.