Við verjum íslenska bjórmenningu
Bjórmenningarfélag Íslands var stofnað 16 Október, 2021 á Microbar, Kópavogi. Félagið hefur það að markmiði að krefjast betri bjórmenningar á Íslandi og standa vörð um íslenska bjórneytandann innanlands jafnt sem utan.
2021
Stofn ár Félagsins
10
Stofn Meðlimir
12+
Viðburðir á ári
Óteljandi
Bjórar Smakkaðir
Íslenska bjór
menningar
félagið
Bjórmenningarfélag íslands var stofnað á Microbar, Kópavogi, laugardaginn 16 október, 2021. Stofnfélagarnir voru 10 talsins, eða…
- Daníel Ómar Viggósson
- Eyjólfur Örn Jónsson
- Hlynur Jóhannsson
- Ingi Þór Vöggsson
- Jessica Anne Chambers
- Jón Ingvar Bragason
- Maxime Houssin
- Valberg Már Öfjörð
- Örn Sölvi Halldórsson
- Örvar Jónsson
Sameinast var um að félagið skildi standa vörð íslenska bjórmenningu og hagsmuni íslenskra bjór neytenda innanlands sem utan.
Formaður
Jón Ingvar Bragason
joningvar@bjormenning.is
Ritari
Örvar Jónsson
Gjaldkeri
Elías Örn Bergsson
Skal@bjormenning.is
Meðstjórnandi
Birgir Óli
Meðstjórnandi
Samtökin
Hvað er EBCU
EBCU eða, Evrópsku Bjór Neytenda Samtökin voru stofnuð 1990 og eru ópólitísk, styðja ekki við nein trúarbrögð og/eða trúarfélög. Samtökin halda utan um bjórfélög víðsvegar um Evrópu og telja meðlimir um 200 þúsund talsins. Samtökin voru stofnuð af þremur bjórfélögum, eða Camra (Bretlandi), Zythos (Belgíu) og PINT (Hollandi) með það að markmiði að gefa bjór neytendum í Evrópu rödd innan ESB og um gervalla Evrópu.
Starfið
Hvað gerir EBCU
Innan Evópu þá berst EBCU m.a fyrir :
- Varðveita og viðhalda fjölbreytileika hefðbundina bjórmenningar innan Evrópu með áherslu á staðhætti, svæði og þjóðhætti hvað varðar bruggun á bjór og bjór stíla.
- Að vernda neytandann fyrir ósanngjörnu verðlagningu með því að mótmæla óhóflegri skattlagningu og/eða fyrirtæki sem misnota stöðu sína með mikilli álagningu.
- Gæta þess að neytandinn fái ávalt bestu (innihalds)lýsingar fyrir þann bjór sem er á markaðinum.
Fullgildur meðlimur – Hefur rödd á landsvísu, þjónar öllu landinu. Sendir út fréttabréf og/eða hefur regluleg samskipti með öðrum hætti. Hefur rödd innan EBCU, tekur þátt í öllu sem viðkemur EBCU og hefur atkvæðisrétt.
Tengdur meðlimur – Tilheyrir sama landi og einhver fullgildur meðlimur en þjónar takmörkuðum hópi innan viðkomandi lands, þjóðarbroti, tungumáli innan landsins, eða annað afmarkað. Mætir sem gestur, hefur rödd innan EBCU en hefur ekki atkvæðisrétt.
Svæðismeðlimur – Tilheyrir sama landi og einhver fullgildur meðlimur en þjónar takmörkuðum hópi innan viðkomandi lands, þjóðarbroti, tungumáli innan landsins, eða annað afmarkað. Mætir sem gestur, hefur ekki atkvæðisrétt.