Tag: Bryggjan Brugghús

  • Aðalfundur 2024

    Aðalfundur 2024

    Aðalfundur Bjórmenningarfélags íslands var haldinn laugardaginn 2 mars 2024 á Bryggjunni brugghúsi.

    Ný stjórn var kjörin og hana skipa eftirtaldir: Jón Ingvar Bragason, formaður, Valberg Már Öfjörð, ritari, Elías Örn Bergsson, gjaldkeri, Birna Vala Eyjólfsdóttir og Beth Manghi, meðstjórnendur.

    Jón Ingvar kemur í stjórn á nýjan leik eftir árs fjarveru en hann var meðal stofnfélaga og gegndi embætti ritara áður. Valberg Már stígur til hliðar sem formaður og í embætti ritara. Valberg hefur leitt félagið frá stofnun og unnið ötullega að uppbyggingu þess, mikill fengur er að hafa áfram í stjórn félagsins. Beth Manghi er ný í stjórn og kemur með ferskan andblæ inn. Jessica Chambers og Aðalheiður gengur úr stjórn og er þeim þökkuð vel unnin störf síðastliðið ár.

    Helstu málefni fundarins voru að ræða strauma og stefnur í málefnum félagsins, með hvaða hætti er hægt að styrkja félagið og efla. Vinna áfram að því að fjölga í félaginu og að stofnun aðildarfélaga sem víðast. Rætt var um að setja þurfi siðareglur og viðbragðsáætlun þegar upp koma atvik á viðburðum félagsins.

    Gjaldkeri kynnti ársreikning og ljóst er að mikið verk er framundan að styrkja fjárhagsgrundvöll félagsins. Ræddar voru ýmsar hugmyndir í þá veru.

    Nýir og spennandi tímar eru framundan í félaginu með öflugri stjórn og nýjum formanni. Margar hendur vinna létt verk og stjórn hvetur félagsmenn til að bjóða fram krafta sína í hina fjölmörgu viðburði eða að koma með hugmyndir hvernig efla megi starf félagsins.

    Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á fundum félagsins og minnum á að, ef þú hefur ekki enn skráð þig í félagið, þá er hægt að smella hér eða á einn af fjölmörgum hlekkjum hér á síðunni.