23 apríl, 1516 setti Duke Wilhelm IV Reinheitsgebot lögin sem eru ein elstu matvæla lög í heimi, eða yfir 500 ára gömul. Lögin voru upprunalega ætluð til að vernda neytandann fyrir hráefni sem gat verið skaðlegt og voru þá þau hráefni sem voru leyfð aðeins maltað bygg, humlar og vatn (geri var bætt við síðar þar sem ekki var vitað um það á þeim tíma).
Lögin sögðu einnig til um hversu mikið bjórinn mátti kosta, en einn Mass (sem er að mér skilst um 1069ml) mátti einungis kosta 1 Munich Pfennig, eða 2 Pfennig sem jafngiltu því (fór eftir hvar í Þýskalandi verslað var) og er mér sagt að það sé jafngildi €0,02 í dag. Brugghús sem segjast brugga eftir þessu er tæknilega skilt að fylgja þessu eftir.
Þessi lög voru einstaklega mikilæg því þetta tryggði að hráefnið væri fyrsta flokks, eða því sem næst því bjórneysla var mikil á þeim tíma og skipti engu um aldur, kyn, stöðu í þjóðfélaginu og s.frv, það var oftar öruggara að neyta bjórs en neysluvatnsins og bjargaði það því mörgum mannslífum.
Þó löginn séu yfir 500 ára gömul og voru ekki fyrstu neytendalögin sem sögur fara af, þá eru þau svo sannarlega ein veigamestu og ein frægustu lög sem sett hafa verið, og allt er það að þakka bjórnum. Það er vissulega margt annað hægt að segja um þessi lög og hvetjum við því öll um að kynna sér það nánar hér.